Aukið samstarf Landhelgisgæslu, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar
Fréttatilkynning
Nr. 9/2005
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var skýrt frá því að dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ákveðið að efla samstarf og samvinnu Landhelgisgæslunnar, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar. Verkefni þessara stofnana hafa margvíslega snertifleti og mikilvægt að þær hafi með sér náið samstarf um atriði sem að þeim snúa svo og sameiginlega rekstrarlega þætti eins og útgerð skipa. Ákveðið hefur verið að ráðuneytisstjórar ráðuneytanna tveggja leiði samstarf þessara þriggja aðila og niðurstaða úr því starfi verði ljós innan sex mánaða.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneyti
4. mars 2005