Hoppa yfir valmynd
7. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Fjölgun gistinátta í janúar nemur 13% milli ára

Gistinóttum á hótelum í janúarmánuði hefur fjölgað milli ára. Síðastliðinn janúar voru þær 36.364 en 32.050 á sama tíma í fyrra.

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæplega 20%, aukningi var ögn minni á höfuðborgarsvæðinu eða rúm 16%. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæp 7% og á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin  um 1,5%. 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíður Ferðamálaráðs, www.ferdamalarad.is.


 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta