Hoppa yfir valmynd
8. mars 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópuár um borgaravitund og lýðræði í skólastarfi 2005

Evrópuráðið hefur tilnefnt árið 2005 Ár borgarvitundar og lýðræðis í skólastarfi.

Evropuar2005Evrópuráðið hefur tilnefnt árið 2005 Ár borgaravitundar og lýðræðis í skólastarfi. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu.

Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á borgaravitund og lýðræði í menntamálasamstarfi Evrópuráðsins. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja til umhugsunar um hlutverk og mikilvægi menntunar til að efla lýðræðisvitund ungmenna í skóla- og félagsstarfi, stuðla að gagnrýnni og sjálfstæðri hugsun, umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum.

Menntamálaráðherra hefur skipað landsnefnd til að sjá um framkvæmd í tengslum við Ár borgaravitundar og lýðræðis í skólastarfi og standa vonir til að skólar og þeir, sem hafa æskulýðsstarfsemi á sinni dagskrá taki undir mikilvægi verkefnisins og komi að því með ýmsum hætti. Í framkvæmdanefndinni eiga sæti fulltrúar hagsmunaaðila á sviði æskulýðsstarfsemi og skólastarfs.

Formleg þátttaka Íslands í Ári borgaravitundar og lýðræðis í skólastarfi hófst með ávarpi menntamálaráðherra í Vogaskóla, Reykjavík mánudaginn 7. mars. Vogaskóli varð fyrir valinu vegna þess að hann er móðurskóli grunnskóla Reykjavíkur í kennslu nemendalýðræðis og lífsleikni. Vogaskóli hefur rutt brautina á þessu sviði og verið öðrum grunnskólum fyrirmynd.

Menntamálaráðuneytið, 8. mars 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta