Hoppa yfir valmynd
9. mars 2005 Dómsmálaráðuneytið

Reglugerð um söfnunarkassa

Fréttatilkynning
Nr. 10/ 2005

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa, sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil.

Í reglugerðinni er hnykkt á því að aldurslágmark til að spila í kössunum er 18 ára og að yngri þátttakendur en 18 ára eigi ekki tilkall til vinninga.

Þá er í reglugerðinni kveðið á um staðsetningu spilakassa og að virkt eftirlit skuli vera með þeim. Þeir skulu m.a. vera þannig að unnt sé að slökkva á þeim fyrirvaralaust ef þörf er talin á því.

Einnig er tilgreint hversu mikið sé unnt að leggja undir í hverju spili, hverjir vinningar eru, og að vinningshlutfallið skuli vera að lágmarki 89% af verðmæti innborgaðra leikja.

Ennfremur er sett skilyrði um tölvukerfi Íslandsspila sem heldur utan um mælastöður, fjárhagsupplýsingar o.fl.

Loks ber að nefna að Íslandsspil skulu greiða kostnað af eftirliti með starfrækslu kassanna og er nánar kveðið á um eftirlitið í reglugerðinni.

Reglugerðin fylgir hér með.  Reglugerð um söfnunarkassa (pdf)

 

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
9. mars 2005
.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta