Hoppa yfir valmynd
10. mars 2005 Matvælaráðuneytið

Alþjóðlegar leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar í höfn.

Alþjóðlegar leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar í höfn.

 

Fundur Fiskimálanefndar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO),  samþykkti í dag leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða. Þar með er mikilvægum áfanga náð eftir nær áratugar starf að þessum málum innan FAO. Norrænu ríkin hafa unnið mjög vel saman að þessum málum frá upphafi og Ísland hefur verið leiðandi  í undirbúningi og samningaviðræðum aðildarlanda FAO frá því að umræða hófst um að þörf væri á alþjóðlega samþykktum leiðbeinandi reglum. Reglurnar setja umhverfismerkingum sjávarafurða ramma þar sem meðal annars er kveðið á um efnisleg viðmið og lágmarkskröfur, stofnanalegt skipulag og framkvæmd slíkra merkinga þar með talið óháða faggildingu og vottun þriðja aðila.

 

Mikilvægi þessa áfanga fyrir framleiðendur sjávarafurða er ótvírætt. Umhverfismerki sjávarafurða eru þegar í boði og búast má við að þeim muni fjölga á næstu árum. Þeir sem hafa boðið umhverfismerki hafa til þessa getað sett fram einhliða hvað felst í merkjunum og haft sjálfdæmi um skipulag og framkvæmd. Með samþykkt FAO í dag hafa ríki heims komið sér saman um efnislegar reglur þannig að hægt verður að máta einstök merki og inntak þeirra við þann ramma. Þetta tryggir neytendum að umhverfismerki sjávarafurða séu trúverðug og  byggi á sama grunni.

 

Sjávarútvegsráðuneytið

10. mars 2005

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta