Hoppa yfir valmynd
11. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um gjaldtöku og einkaframkvæmd til fjármögnunar samgöngumannvirkja

Á síðasta ári skipaði samgönguráðherra nefnd sem ætlað var að leggja grunn að stefnumótun um gjaldtöku og einkafjármögnun umferðarmannvirkja.

Gjaldtaka og einkaframkvæmd til fjármögnunar samgöngumannvirkja
Gjaldtaka og einkaframkvaemd

Nefndin var skipuð með hliðsjón af tveimur af meginmarkmiðum samgönguáætlunar, sem eru að leitað verði leiða til að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og rekstur samgöngukerfisins annars vegar og hins vegar að stefnt verði að sanngjarnri og skilvirkri gjaldtöku fyrir afnot af samgöngukerfinu.

Var nefndinni ætlað að gera tillögur um fjármögnun samgöngumannvirkja og taka sérstakt tillit til umhverfisþátta, svo sem losunar gróðurhúsalofttegunda. Gert var ráð fyrir því, að verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta yrðu sett fram drög að markmiðum eða leiðbeiningum um gjaldtöku við einstök stærri mannvirki og í seinni hlutanum kæmu fram drög að stefnu um gjaldtöku til lengri tíma.

Skýrslu nefndarinnar má nálgast hér á pdf-formi (93 KB).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta