Hoppa yfir valmynd
11. mars 2005 Matvælaráðuneytið

Vilji til að koma nýrri starfsemi á fót í húsnæði Kísiliðjunnar við Mývatn

viljayfirlýsing á Mývatni
viljayfirlýsing á Mývatni

Í dag undirrituðu Landeigendur Reykjahlíðar ehf., íslenskir iðnaðarfrumkvöðlar, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu um að ganga til samstarfs sem hefur það að markmiði að í húsnæði Kísiliðjunnar við Mývatn verði starfrækt verksmiðja sem framleiðir vörubretti úr endurunnum pappírsafurðum. Um er að ræða framleiðslu sem byggir á íslenskum einkaleyfum og framleiðsluaðferðum sem fullþróaðar hafa verið í samvinnu við fyrirtæki í Frakklandi. Talið er að starfsemin geti fallið vel að þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru á svæði Kísiliðjunnar við Mývatn. Má þar nefna aðgang að gufu, hentugu húsnæði og hæfu starfsfólki.

Ef af framleiðslustarfsemi verður er stefnt að því að hún geti hafist á þessu ári. Þróunarvinnu er lokið og fjármögnun innanlands og erlendis er vel á veg komin. Gert er ráð fyrir að allt að 18 manns fái vinnu við starfsemina í lok fyrsta áfanga hennar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta