Hoppa yfir valmynd
17. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Ferðaþjónusta bænda vinnur til verðlauna

Ferðaþjónusta bænda hreppti Skandinavísku ferðaverðlaunin í flokknum, "Besta söluvaran í ferðaþjónustu í Norðri".

Verðlaunin voru veitt á IBT ferðakaupstefnunni í Berlín 14. mars síðastliðinn.

Í tilkynningu sem ráðuneytinu barst frá Ferðaþjónustu bænda segir:

Við unnum til verðlauna á forsendum umhverfisstefnu okkar og félagsstarfs í umhverfis-, ímyndar- og gæðamálum - okkar flokkur heitir Besta söluvaran í ferðaþjónustu í Norðri og nánari lýsing á vörunni er - "að ferðast til Íslands og gista hjá Ferðaþjónustu bænda."

Verðlaunin eru afrakstur vinnu sem byggir á samstarfi Ferðaþjónustu bænda, Félags ferðaþjónustubænda og Háskólans á Hólum. Byggir samstarfið á vinnu í umhverfismálum og þar með talið vinnu í gerð umhverfisstefnu fyrir ferðaþjónustubændur og félagsaðildar að Green Globe 21 sem eru félaga- og vottunarsamtök fyrir fyrirtæki/samfélög í ferðaþjónustu. Að þessari vinnu komu einnig þau Guðrún og Guðlaugur Bergmann á Hellnum, Snæfellsnesi en þau hafa náð vottun Green Globe 21 fyrir Hótel Hellnar.
Ásamt vinnu í umhverfismálum hefur markvisst verið unnið að gæðamálum og ímyndarmálum ásamt breytingum á flokkunarkerfi gistingar.

Þetta eru ekki einu verðlaunin sem Ferðaþjónusta bænda hefur hlotið. Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2004 komu í hlut samtakana, einnig hlutu þau Gæða og gestrisni viðurkenningu Uppsveita Árnessýslu og síðast en ekki síst verðlaunin "Uppsveitarbrosið 2004"

Samgönguráðuneytið óskar Ferðaþjónust bænda til hamingju með verðlaunin.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta