Hoppa yfir valmynd
17. mars 2005 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherra ávarpar fund dóms- og innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, situr nú fund dóms- og innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins í Varsjá. Í umræðum vék ráðherrann að skýrslugjöf Íslands fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og hvatti til þess, að ríki sameinuðust um skýr markmið og leiðbeiningar um hvernig þeim skyldi náð í löggjöf einstakra landa.

Fréttatilkynning
Nr. 11/ 2005

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, situr nú fund dóms- og innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins í Varsjá. Ráðherrarnir ræða leiðir í baráttunni gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Í umræðum vék ráðherrann að skýrslugjöf Íslands fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og hvatti til þess, að ríki sameinuðust um skýr markmið og leiðbeiningar um hvernig þeim skyldi náð í löggjöf einstakra landa. Ræða ráðherra birtist hér meðfylgjandi, ræðan er á ensku.
http://eng.domsmalaraduneyti.is/minister/speeches-and-articles/nr/1029

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
17. mars 2005.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta