Hoppa yfir valmynd
18. mars 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stuðningsyfirlýsing við Vistvernd í verki

Stuðningsyfirlýsing bakhjarla Vistverndar í verki 2005 var undirrituð nýlega í umhverfisráðuneytinu.Sigríður Anna undirritar stuðningsyfirlýsingu við Vistvernd í verki

Vistvernd í verki snýst um að breyta á einfaldan hátt ýmsum venjum í daglegu lífi til þess að gera það vistvænna án þess að draga úr lífsgæðum. Alls taka 13 sveitarfélög þátt í Vistvernd í verki á Íslandi og um 500 heimili hafa lokið þátttöku í verkefninu. Það er Landvernd sem sér um framkvæmd Vistverndar í verki með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Landverndar.

Fulltrúar stuðningsaðila ásamt umhverfisráðherra hittust í umhverfisráðuneytinu af þessu tilefni og stilltu sér upp fyrir myndatöku, hver með táknrænan hlut fyrir sitt fyrirtæki. Á myndinni sést frá vinstri Bryndís S. Valdimarsdóttir frá Yggdrasil með hreinlætisvörur sem hlífa umhverfinu, í Yggdrasil eru einungis seld lífrænt ræktuð matvæli og fleiri náttúruvörur, Ragna I. Halldórsdóttir frá SORPU með taupoka sem er handhægt að versla í til að spara plastið, Kristinn G. Bjarnason frá Toyota með hjólkopp, Toyota selur bíla með tvígengismótor sem nýta allt rafmagn sem bílarnir framleiða og eyða því helmingi minna bensíni, Sigfús Guðfinnsson frá Brauðhúsinu í Grímsbæ með brauðhleif, allur bakstur hjá Brauðhúsinu er úr lífrænt ræktuðum hráefnum auk þess sem seldar eru aðrar lífrænt Stuðningsaðilar Vistverndar í verkiræktaðar matvörur, Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, Guðríður Vestars með litla Japanese Chin tík sem heitir Mímí, Dýrabær er hunda- og kattasnyrtistofa og verslun með vörur fyrir hunda, ketti og hesta sem eru náttúrulegar og án allra aukaefna, Sigrún Guðjónsdóttir frá Tæknivali með litla fartölvu, í Tæknivali fást einu tölvurnar á Íslandi sem bera norræna umhverfismerkið Svaninn, og Benedikt G. Sigurðsson frá Landsvirkjun með sparperu sem endist miklu lengur en venjulegar perur og sparar einnig rafmagn.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum