Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga
Samkvæmt ákvörðun samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps verða greidd atkvæði um sameiningu þessara sveitarfélaga laugardaginn 23. apríl 2005.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er þegar hafin og er unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðismannsskrifstofum Íslands erlendis. Kjósendur sem eru hlynntir sameiningu skrifa eða stimpla „já” á kjörseðil en þeir sem eru andvígir sameiningu skrifa eða stimpla „nei”.