Hoppa yfir valmynd
29. mars 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breyting á sveitarfélagamörkum

Félagsmálaráðherra hefur staðfest samkomulag milli Villingaholtshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um breytingu á mörkum sveitarfélaganna.

Breytingin felst í því að sveitarfélagamörkin færast til norðurs á mörkum jarðanna Kílhrauns og Skálmholts og leiðir hún til þess að Villingaholtshreppur stækkar um u.þ.b. fjóra hektara en Skeiða- og Gnúpverjahreppur minnkar að sama skapi. Auglýsing um breytinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum