Hoppa yfir valmynd
29. mars 2005 Utanríkisráðuneytið

Málþing um WTO og stöðuna í landbúnaðarviðræðum

Utanríkisráðuneytið mun nú á vordögum standa fyrir nokkrum stuttum málþingum til að kynna stöðuna í helstu samningamálum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Fyrsta málþingið - um stöðuna í landbúnaðarviðræðunum - fer fram miðvikudaginn 30. mars kl. 13:00-15:00 í sal utanríkisráðuneytisins 2. hæð, Rauðarárstíg 25, Rvík.

Frummælendur verða Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna.

Guðmundur mun fjalla um það sem efst er á baugi í samningaviðræðunum innan WTO og helstu línur sem verið er að leggja í samningunum, auk vandamála sem fyrir liggur að leysa. Mikill gangur er nú í viðræðunum og eru samningalotur ráðgerðar reglulega fram í júlí, en vonast er til að samkomulag geti náðst um ramma fyrir júlífund stofnunarinnar, þannig að hægt verði að ljúka samningum á ráðherrafundinum í Hong Kong í desember.

Erna mun fjalla um stöðuna frá sjónarhóli framleiðenda innanlands.

Eftir erindin er gert ráð fyrir stuttum umræðum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta