Hoppa yfir valmynd
29. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Tilraunir með vettvang fyrir samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila

Forsætisráðuneyti hefur gert samning við félagsmálaráðuneytið og Garðabæ um að þessir aðilar taki að sér að gera tilraunir með umræðutorg í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið, Auðlindir í allra þágu. Þar segir:

Kannað verði hvernig og á hvaða sviðum auka megi samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila. Gerðar verði m.a. tilraunir með uppsetningu umræðutorga þar sem fram fari skoðanaskipti um afmörkuð málefni. Slík umræðutorg falla vel að hugmyndum um íbúalýðræði og aukna þátttöku almennings í að móta sitt nánasta umhverfi. Sveitarfélög, ráðuneyti og ríkisstofnanir verði hvött til að koma upp slíkum umræðutorgum."

Gerðar verða tilraunir um mismunandi leiðir í samskiptum milli almennings og opinberra aðila á árinu 2005. Gert er ráð fyrir að niðurstöður tilraunanna liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2006. Verða niðurstöðurnar kynntar og birtar í skýrslu á vef upplýsingasamfélagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta