Hoppa yfir valmynd
30. mars 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr fornleifasjóði 2005

Frá stjórn fornleifasjóðs.

Fornleifasjóður var stofnaður skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001. Honum voru í ár ætlaðar fimm milljónir króna til styrkveitinga. Stjórn sjóðsins ákvað að úthluta aðeins einu sinni á þessu ári og hefur lokið úthlutun.

Eftirtaldir aðilar fengu styrki:

1. Fornleifastofnun Íslands, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Orri Vésteinsson. Þórutóftir á Laugafellsöræfum. Kr. 590. 000.
2. Byggðasafn Skagfirðinga, Guðný Zoëga o.fl. Fornleifaskráning og uppmæling klausturjarðanna Reynistaðar og Þingeyra. Kr. 630.000.
3. Fornleifafélag Öræfa, Ragnar F. Kristjánsson. Rannsókn á fornleifum á Bæ við Salthöfða. Kr. 1.100.000.
4. Fornleifafræðistofan, Kristján Mímisson. Fornleifauppgröftur á rústum 17. aldar býlisins Búðarárbakka. Kr. 414.700.
5. Skógræktarfélag Selfoss, Hermann Ólafsson. Fornleifakönnun í Hellismýri undir Ingólfsfjalli. Kr. 250.000.
6. Guðrún Sveinbjarnardóttir. Rannsókn kirkjunnar í Reykholti. Kr. 555.000.
7. Fornleifastofnun Íslands, Sædís Gunnarsdóttir. Fornleifaskráning á verslunarstaðnum Stakkhamri og byggðinni kringum hann. Kr. 250.000.
8. Rúnar Leifsson. Miðaldabyggð á Reyðarfelli endurskoðuð. Kr. 300.000.
9 Ragnar Edvardsson og Náttúrustofa Vestfjarða. Hvalveiðar Baska við Ísland. Kr. 600.000.
10. Sóknarnefnd Hólskirkju, Bolungarvík. Frágangur og úrvinnsla rannsóknar á fornleifum við Hólskirkju. Kr. 300.000.

Þannig hefur verið úthlutað kr. 4.989.700.

Menntamálaráðuneytið, 30. mars 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum