Auglýsing um úthlutun aflaheimilda úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks.
Auglýsing
um úthlutun aflaheimilda úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks
Ísland hefur verið aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) frá árinu 2002. Árið 2005 koma í hlut Íslands aflaheimildir sem nema 50 tonnum af bláuggatúnfiski, nánar sagt er um að ræða veiðiheimildir úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks en útbreiðslusvæði hans er talið ná frá Grænhöfðaeyjum til Noregs.
Útgerðir sem hug hafa á að taka þátt í þessum veiðum skulu sækja um veiðiheimildir til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 12. apríl nk.
Við úthlutun verður sérstaklega litið til fyrri veiða hvers skips úr viðkomandi stofni, stærðar þess og gerðar, einnig verður tekið mið af búnaði skipsins. Í umsóknunum skal koma fram áætlun varðandi veiðarnar þar sem fram komi m.a. veiðitímabil, veiðisvæði, veiðiaðferð og nýting afurða. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sé ljóst að viðkomandi skip hafi ekki búnað til veiðanna eða að það sé fyrirséð að þau muni af öðrum ástæðum ekki stunda þær.
Sjávarútvegsráðuneytið, 5. apríl 2005.