Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nám án aðgreiningar og skólastarf í efri bekkjum grunnskóla

Nýtt rit er komið út frá Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu.

Til grunnskóla, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila

Hjálagt er til fróðleiks nýtt rit frá Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu (The European Agency for Development in Special Needs Education), Nám án aðgreiningar og skólastarf í efri bekkjum grunnskóla (11-14 ára nemendur). Megininntak athugunarinnar snerist um skilvirkt starf í skólastofunni hvað varðar nám án aðgreiningar í efri bekkjum grunnskólans. Meginniðurstaðan er sú að í efri bekkjum grunnskólastigsins sýnir það sig að það sem reynist nemendum með sérþarfir vel reynist öllum nemendum vel.

Evrópumiðstöðin er sjálfstæð stofnun sem menntamálaráðuneyti 24 þátttökulanda standa að, þ.m.t. Íslands og nýtur auk þess stuðnings Evrópusambandsins. Pólland, Ungverjaland, Slóvakía og Slóvenía taka auk þess þátt sem áheyrnarfulltrúar og stefna að fullri aðild á næstunni. Eitt meginmarkmið með starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar er að stuðla að umbótum í sérkennslu í Evrópu og auka samstarf Evrópulanda á því sviði. Útgáfa ritanna á þjóðtungum þátttökulanda, er styrkt af Evrópusambandinu.

Einnig er bent á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: www.european-agency.org, en þar má finna ritið á tölvutæku formi og ýmsa gagnagrunna sem tengjast þessu málefni svo og ýmsar upplýsingar um sérkennslumál í Evrópu.

Bryndís Sigurjónsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla er sérstakur samstarfsaðili Evrópumiðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd: [email protected]



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum