Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2005
Úthlutað hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2005. Auglýst var eftir umsóknum í byrjun janúar og var umsóknarfrestur gefinn til 28. febrúar 2005. Alls bárust umóknir frá 60 aðilum til 161 verkefnis og var samanlögð upphæð þeirra rúml. 57 millj. kr. Til úthlutunar voru 17,5 millj. kr.
Sjóðsstjórn ákvað fyrir árið 2005 að veita styrki til 101 verkefnis, samtals að upphæð rúmlega 14.7 millj. kr. Auk þess ákvað stjórn sjóðsins að veita 3ja millj. kr. styrk til Olweusarverkefnisins gegn einelti. Samtals er því úthlutað um 17.8 millj. kr.
Eftirtaldir aðilar og verkefni fá styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2005. Sjá meðfylgjandi skjal.
Menntamálaráðuneytið, 5. apríl 2005
Úthlutun - (xls - 30KB) (pdf - 67KB)