Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - febrúar 2005: Greinargerð 7. apríl 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - febrúar 2005 (PDF 101K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir febrúarmánuð liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu tekna og gjalda milli mánaða sem getur valdið óeðlilega miklum sveiflum á einstaka liðum.

Samkvæmt febrúaruppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 13,9 milljarða króna á tímabilinu, sem er 10 milljörðum króna hagstæðari útkoma heldur en fyrir sama tímabil í fyrra. Útkoman er auk þess 9,5 milljörðum betri en áætlað var. Tekjur reyndust 12 milljörðum hærri en í fyrra, á meðan að gjöldin hækka um 3 milljarða. Hreyfingar á viðskiptareikningum urðu einum milljarði króna hagstæðari. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 17,9 milljarða króna en var jákvæður um 2,6 milljarða í fyrra. Hagstæðari staða nú skýrist einkum af jákvæðari tekjujöfnuði og hagstæðari fjármunahreyfingum heldur en í fyrra.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 60,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sem er 12 milljörðum meiri innheimta miðað við sama tíma í fyrra eða 24,6% aukning. Þar af námu skatttekjur 57,4 milljörðum króna sem er 25,6% hækkun frá fyrra ári eða um 20,5% meiri innheimta að raungildi. Innheimta skatta á tekjur og hagnað nam 22,8 milljörðum og hækkaði um 27,5% frá síðasta ári og innheimta tryggingagjalda nam 5 milljörðum og hækkaði um 23,9%. Hér ber að nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði á sama tímabili um 6,7% og almennt verðlag um 4,2%. Innheimta eignaskatta jókst um 0,8 milljarða og nam nú 2,4 milljörðum. Innheimta skatta á vöru og þjónustu jókst einnig frá í fyrra eða 22,4% sem er 17,5% raunhækkun. Hér ber helst að nefna aukna innheimtu virðisaukaskatts eða sem nemur 23,3% en innheimta annarra óbeinna veltuskatta jókst jafnframt eða um 20,7%. Munar þar mestu um 88,9% aukna innheimtu í vörugjöldum af ökutækjum sem endurspeglar stöðugt aukinn innflutning bifreiða það sem af er árinu en nýskráningum á bílum hefur fjölgað um 78,6%.

Greidd gjöld námu 47,9 milljörðum króna og hækkuðu um 3 milljarða frá fyrra ári, eða um 6,7%. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs eða um 68%. Tæpur helmingur hækkunar milli ára kemur fram í heilbrigðismálum eða 1,3 milljarðar. Næst mest er hækkunin til fræðslumála, eða 0,9 milljarðar og 0,5 milljarðar vegna vaxtagjalda. Á móti vegur lækkun greiðslna til landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 11,2 milljörðum sem skiptast þannig að 9 milljarðar eru vegna afborgunar erlends langtímaláns og 2,1 milljarður er forinnlausn spariskírteina. Þá voru 0,5 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Lántökur námu aðeins rúmum milljarði króna þar sem stutt innlend lán voru greidd niður á móti erlendum lántökum. Þrátt fyrir afborganir umfram lántöku þá batnaði greiðsluafkoma ríkissjóðs um 7,2 milljarða sem skýrist af því að handbært fé frá rekstri og fjármunahreyfingar voru 18 milljarðar á tímabilinu.

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - febrúar 2005

(Í milljónum króna)

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

40.070

41.483

44.155

48.732

60.718

Greidd gjöld....................................................

37.853

38.173

42.266

44.897

47.897

Tekjujöfnuður.................................................

2.218

3.309

1.889

3.836

12.821

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

-

-

-425

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-1.237

80

659

121

1.117

Handbært fé frá rekstri..................................

981

3.389

2.123

3.957

13.938

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-398

-235

333

-1.335

4.011

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

583

3.154

2.456

2.622

17.948

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-5.040

-10.688

-4.851

-13.878

-11.215

   Innanlands....................................................

-5.040

-599

-4.851

-22

-2.216

   Erlendis.........................................................

-

-10.088

-

-13.857

-9.000

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-2.500

-1.500

-1.250

-1.250

-500

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-6.957

-9.033

-3.645

-12.506

6.233

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

7.836

11.185

175

17.571

1.016

   Innanlands....................................................

4.433

1.062

4.022

3.218

-3.931

   Erlendis........................................................

3.404

10.123

-3.848

14.353

4.947

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

879

2.152

-3.471

5.064

7.249

 
 
 
 

Tekjur ríkissjóðs janúar

(Í milljónum króna)

  

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Skatttekjur í heild...............................

40.887

45.707

57.403

3,6

6,3

11,8

25,6

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

15.745

17.829

22.797

12,4

0,2

13,2

27,9

 

     Tekju­skattur einstaklinga...............

9.669

10.572

12.084

16,2

2,8

9,3

14,3

 

     Tekju­skattur lög­aðila.....................

383

1.034

1.375

-42,2

-44,5

169,7

33,0

 

     Skattur á fjár­magns­tekjur og fl .......

5.693

6.223

9.338

19,8

1,4

9,3

50,1

 

  Trygginga­gjöld................................

3.674

4.095

5.072

10,2

1,2

11,5

23,8

 

  Eignar­skattar...................................

1.269

1.580

2.380

-28,2

0,4

24,5

50,7

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

20.115

22.109

27.070

-1,3

13,1

9,9

22,4

 

     Virðis­auka­skattur..........................

13.398

15.139

18.659

-0,4

11,9

13,0

23,3

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

6.717

6.970

8.411

-3,1

15,6

3,8

20,7

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vöru­gjöld af öku­tækjum..............

 528    

 709    

 1.339    

-33,5

34,4

34,3

88,9

 

       Vöru­gjöld af bensíni.....................

 1.185    

 1.311    

1.374

-10,3

25,4

10,6

4,7

 

       Þung­a­sk­attur.............................

 985    

 1.122    

 1.293    

-6,0

4,2

13,9

15,2

 

       Áfengis­gjald og hagn. ÁTVR........

 1.740    

 1.526    

 1.578    

-2,3

45,7

-12,3

3,3

 

       Annað............................................

 2.279    

 2.303    

 2.827   

9,7

-2,3

1,1

22,8

 

  Aðrir skattar......................................

84

95

85

7,2

-12,7

13,8

-10,9

 

Aðrar tekjur.........................................

 3.268    

 3.025    

 3.315    

2,2

8,8

-7,4

9,6

 

Tekjur alls...........................................

44.155

48.732

60.718

3,5

6,4

10,4

24,6

 
 

Gjöld ríkissjóðs janúar-febrúar

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Almenn mál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

4.045

4.847

5.064

22,7

5,4

19,8

4,5

 

   Almenn opinber mál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

2.432

2.717

2.902

32,3

1,8

11,7

6,8

 

   Löggæsla og öryggismál,,,,,,,,,,,,,,,,,,

1.613

2.131

2.163

9,6

11,3

32,1

1,5

 

Félagsmál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

25.185

30.175

32.571

18,0

9,3

19,8

7,9

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál,,,,,

6.026

7.644

8.546

18,3

6,8

26,9

11,8

 

           Heilbrigðismál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

10.390

11.678

12.978

20,3

12,9

12,4

11,1

 

           Almannatryggingamál,,,,,,,,,,,,,,

7.374

9.269

9.274

13,6

6,2

25,7

0,1

 

Atvinnumál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

4.863

5.963

5.935

-9,0

-10,9

22,6

-0,5

 

Þar af: Landbúnaðarmál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

2.014

2.069

1.877

-18,4

-4,2

2,7

-9,3

 

           Samgöngumál,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

1.434

2.263

2.536

7,9

-28,3

57,8

12,0

 

Vaxtagreiðslur,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

5.827

1.911

2.385

-48,8

54,1

-67,2

24,8

 

Aðrar greiðslur,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

2.346

1.999

1.942

12,8

14,0

-14,8

-2,9

 

Greiðslur alls,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

42.266

44.897

47.897

0,8

10,7

6,2

6,7

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta