Afhending trúnaðarbréfs
Guðmundur Eiríksson, sendiherra, afhenti þann 1. apríl 2005 hr. Hugo Rafael Chávez Fríaz, forseta Venesúela, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Venesúela með aðsetur í Ottawa. Viðstaddur athöfnina var einnig hr. Ali Rodriguez utanríkisráðherra.
Þann 31. mars gekk sendiherra á fund Rodriguez ,utanríkisráðherra. Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Venesúela og um leiðir til að efla samstarf landanna, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í því sambandi vakti sendiherra athyli á framboði Íslands til setu í Öryggisráði SÞ árin 2009-2010.
Hjálagt fylgja yfirlitsskýrsla um Venesúela (Word-skjal, 72 Kb) og æviatriðaskrá Chávez forseta (Word-skjal, 69 Kb).