Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2005 Innviðaráðuneytið

Umferðarslys á Íslandi á árinu 2004

Út er komin skýrsla um umferðarslys á Íslandi á árinu 2004.

Að því tilefni boðaði Umferðarstofa til blaðamannafundar þar sem gert var grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar.

Niðurstöður skýrslunnar sýna að árangur hefur náðst hvað varðar markmið stjórnvalda um bætt umferðaröryggi á Íslandi. Þegar málaflokkur umferðaröryggismála var færður undir samgönguráðuneyti frá dómsmálaráðuneyti þann 1. janúar 2004 settu stjórnvöld sér það markmið að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum árið 2016. Og að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2016, miðað við 5 ára tímabil.

Skýrslan sýnir að þeim sem slasast af völdum umferðarslysa hefur fækkað. Á árinu 2004 var fjöldi alvarlega slasaðra í sögulegu lágmarki. Árið 2004 fækkaði alvarlega slösuðum um rúmlega 20% frá því árið áður. Sé litið á samaburð við árið 1995, þá hefur alvarlega slösuðum fækkað um 52% á umræddu tímabili. Markmið stjórnvalda hvað varðar fjölda látinna í umferðinni árið 2004 náðist ekki. Banaslys voru 23 talsins árið 2004 og er það sami fjöldi og árið 2003.

Samgönguráðuneytið, Umferðarstofa og Vegagerð munu halda áfram með þau verkefni sem nýlega voru sett fram í umferðaröryggisáætlun og er ætlað að stuðla að því að fækka alvarlegum slysum og dauðaslysum í umferðinni.

Skýrslu um umferðarslys á Íslandi árið 2004 má nálgast hér (PDF-11.000KB)

Nánari upplýsingar er svo að finna á heimasíðu Umferðarstofu, www.umferdarstofa.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta