Stóra upplestrarkeppnin
Undirritaður hefur verið samningur um þriggja ára stuðning menntamálaráðuneytis við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk grunnskóla.
Undirritun samnings um þriggja ára stuðning menntamálaráðuneytis við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk grunnskóla.
Menntamálaráðuneyti hefur undanfarin ár styrkt myndarlega við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk grunnskóla sem nú nær til alls landsins. Í tengslum við lokahátíðina í Hafnarfirði í Hafnarborg sem hefst kl. 17.30 í dag mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirrita samning um áframhaldandi fjárhagsstuðning við Stóru upplestrarkeppnina til þriggja ára. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir undirritun samningsins. Stefnt er að því undirritunin muni fara fram klukkan 18.30.