Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opinn kynningarfundur um rjúpnarannóknir

Tomas Willebrand frá háskólanum í Umeå, einn helsti vísindamaður Svía á sviði rjúpnarannsókna, gerir grein fyrir niðurstöðum athugunar sinnar á rannsóknagögnum og rannsóknum á íslenska rjúpnastofninum, sem hann hefur unnið fyrir rjúpnanefnd umhverfisráðuneytisins.

Fundurinn verður haldinn í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, sunnudaginn 17. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.

Dagskrá fundarins:

1. Ingimar Sigurðsson formaður rjúpnanefndar setur fundinn.

2. Tomas Willebrand gerir grein fyrir niðurstöðum sínum.
Rock ptarmigan and harvest management - an external view

3. Ólafur K. Nielsen gerir grein fyrir viðhorfum Náttúrufræðistofnunar Íslands

4. Áki Á. Jónsson fjallar um viðhorf Umhverfisstofnunar

5. Kaffihlé

6. Pallborðsumræður, Tomas Willebrand, Ólafur K. Nielsen, Kjartan Magnússon frá Reiknistofu HÍ., Áki Á. Jónsson, Arnór Þ. Sigfússon fulltrúi Skotvís og fulltrúi fuglaverndarfélagsins.

Fundarstjóri og pallborðsstjóri verður Páll Hersteinsson, prófessor.

Fundurinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Rjúpnanefnd umhverfisráðuneytisins



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum