Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2005 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York

Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York
Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York

Opnað hefur verið nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Vefurinn hefur að geyma upplýsingar um aðalræðisskrifstofuna og þjónustu hennar ásamt öðru gagnlegu efni.

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York var fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940. Meginhlutverk aðalræðisskrifstofunnar eru á sviði viðskiptamála á þessum stærsta og mikilvægasta neytendamarkaði í heimi. Skrifstofan sinnir einnig upplýsinga- og menningarmálum, ferðaþjónustu og hefðbundnum ræðisstörfum í fjórum fylkjum, New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island.

Aðalræðisskrifstofa Íslands sér ennfremur um framkvæmd Iceland Naturally-markaðskynningarátakið í Norður-Ameríku í samstarfi við skrifstofu Ferðamálaráðs í New York.

Vefsetur aðalræðisskrifstofunnar í New York er það fimmta sem opnað er í nýju vefumhverfi sendiskrifstofa Íslands og munu fleiri bætast í hópinn á næstu mánuðum.



Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York
Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta