Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opinn íbúafundur í Borgarnesi

Þriðjudaginn 19. apríl verður haldinn íbúafundur í Hótel Borgarnesi. Fundurinn er sá síðasti í röð íbúafunda sem haldnir hafa verið til að ræða sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar. Sem kunnugt er fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu fimm sveitarfélaga næstkomandi laugardag. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur og Skorradalshreppur.

Frummælendur á fundinum verða Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, Sveinbjörn Eyjólfsson, form. sameiningarnefndar og Árni Magnússon félagsmálaráðherra.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.sameining.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum