Dagur umhverfisins 25. apríl er tileinkaður þjóðgörðum og náttúruvernd
Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í sjöunda mánudaginn 25. apríl n.k. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Dagur umhverfisins í ár er tileinkaður þjóðgörðum og náttúruvernd og hefur ráðuneytið fengið Umhverfisstofnun og starfsmenn hennar í lið með sér til að vekja athygli á þessum málaflokki.
Á vef Umhverfisstofnunar er að finna skilmerkilegar upplýsingar um þjóðgarða og friðlýst svæði og skemmtilegan verðlaunaspurningaleikur um þjóðgarða.
Viðburðir sem ráðuneytinu er kunnugt um:
- Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn 2004, kl. 15:00.
- Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun boða til opins fundar undir yfirskriftinni Gildi friðlýstra svæða fyrir ferðamenn í Norræna húsinu kl. 16:00.
- Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum: Sunnudaginn 24. apríl verður boðið upp á gönguferð um Ásbyrgi og Sumarkaffi Kvennfélags Öxfirðinga verður í Lundi. Nánar...
- Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull: Gestastofan á Hellnum verður opin laugardag og sunnudag, 23. og 24. apríl frá 14 -17, báða dagana. Mánudagskvöldið 25. apríl kl. 20:00 verður boðið upp á göngu- og fuglaskoðunarferð út á Saxhólsbjarg í fylgd Sæmundar Kristjánssonar landvarðar og sagnamanns.
- Þjóðgarðurinn á Þingvöllum: Fræðslumiðstöðin er opin frá kl. 9:00 - 17:00
- Akureyri: Boðið verður upp á kynningu og gönguferð um fólkvanginn í Krossanesborgum. Örnámskeið um flokkun úrgangs og sérfræðingar leiðbeina um vorverk garðeigenda. Nánar...
- Árborg: Haldið verður upp á daginn þann 4. maí. Þá verða veitt umhverfisverðlaun Árborgar 2005 og hreinsunarátak sumarsins verður sett af stað. Nánar...
- Fjarðarbyggð og Náttúrustofa Austurlands hvetja alla til þess að njóta útivistar um helgina og á mánudaginn og heimsækja náttúruverndarsvæði í heimabyggð. Nánar...
- Hafnarfjörður: Boðið verður upp á göngu um fólkvanginn Ásfjall og Ástjörn kl. 17:30. Nánar...
-
Ólafsfjörður: Í tilefni af degi umhverfisins var auglýsing sett í hvert hús á Ólafsfirði þar sem íbúar eru hvattir til þess að hreinsa til í görðum sínum um helgina, svo fara nemendur úr Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar um á mánudaginn og hreinsa götur og opin svæði í bænum.
Ráðuneytið sendi kynningarbréf um dag umhverfisins til skóla, sveitarfélaga, félagasamtaka, stofnana og Náttúrustofa þar sem hvatt er til þess að haldið verði upp á daginn með einhverjum hætti og óskað eftir því upplýsingar um viðburði í tilefni dagsins verði sendar á [email protected].