Afhending trúnaðarbréfs
Guðmundur Eiríksson, sendiherra, afhenti sl. föstudag, 22. apríl 2005, Enrique Bolaños Geyer, forseta Nikaragva, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Nikaragva með aðsetur í Ottawa. Viðstaddur athöfnina var einnig Sergio Mario Blandon, varautanríkisráðherra.
Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Nikaragva og um leiðir til að efla samstarf landanna, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en bæði Ísland og Nikaragva eru í framboði til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig var rætt um hugsanlega þróunarsamvinnu Íslands og Nikaragva í sjávarútvegs- og jarðhitamálum.
Hjálagt fylgir yfirlitsskýrsla um Nikaragva (Word-skjal; 55,5 Kb).