Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra staðfestir samkomulag um kjarasamning við BHM

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og Halldóra Friðjónsdóttur, formaður BHM, þegar ráðherra staðfesti samkomulagið við stéttarfélög innan BHM um kjarasamning félaganna, dags. 28. febrúar sl..
Geir H. Haarde staðfesti samkomulag við stéttarfélög innan BHM um kjarasamning félaganna.

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 4/2005

Fjármálaráðherra hefur staðfest samkomulag við stéttarfélög innan BHM um kjarasamning félaganna, dags. 28. febrúar sl. Öll aðildarfélög BHM sem að samkomulaginu stóðu, utan eitt, samþykktu það, flest með yfirgnæfandi meirihluta.

Við gerð samkomulagsins gerði fjármálaráðherra það að skilyrði fyrir samþykki sínu að allir aðilar að því staðfestu það. Í ljósi þess hagræðis sem af samkomulaginu leiðir, m.a. með gerð samræmdra stofnanasamninga, er það eigi að síður mat ráðherra að rétt sé að staðfesta samkomulagið.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins í síma 545 9200.

Fjármálaráðuneytinu, 26. apríl 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta