Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldustefna og vinnumarkaður

Berlín
Ráðstefna í Berlín um fjölskyldustefnu og vinnumarkað

Árni Magnússon félagsmálaráðherra flutti ræðu um fjölskyldustefnu á Íslandi og lögin um fæðingarorlof á ráðstefnu í Berlín fimmtudaginn 21. apríl.

Viðfangsefni ráðstefnunnar var hlutverk fjölskyldustefnu varðandi samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs auk mikilvægis hennar fyrir afkomu þjóðanna í framtíðinni. Auk Árna flutti Per Unckel, forstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, erindi ásamt Ulla-Maj Wideroos, fjármálaráðherra frá Finnlandi, og embættismenn frá Þýskalandi og Norðurlöndunum.

Á fundinum vöktu íslensku fæðingarorlofslögin sérstaka athygli, hið háa hlutfall karla sem taka fæðingarorlof og öflug þátttaka kvenna í atvinnulífinu sem er ein sú hæsta í Evrópu (80%). Í Þýskalandi er atvinnuþátttaka kvenna lág (65%), aðgangur að barnagæslu er mjög takmarkaður og karlar taka í litlum mæli fæðingarorlof.

Á ráðstefnunni kom skýrt fram að Þjóðverjar hyggjast leggja mikla áherslu á nýsköpun í fjölskyldumálum og vilja horfa til norrænu velferðarkerfanna í þessu sambandi. Aðgerðir í Þýskalandi eru sérstaklega aðkallandi vegna lækkandi fæðingartíðni.

Ræða félagsmálaráðherra:

Conference On Nordic and German models of economic and family policy



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum