Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Netsími - ný tækifæri

Í tilefni af alþjóðlega fjarskiptadeginum þann 17. maí næstkomandi efnir Póst- og fjarskiptastofnun til ráðstefnunnar Netsími- ný tækifæri á Grandhóteli í Reykjavík kl. 13.00-16.30.

Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna helstu nýjungar í símaþjónustu á Netinu (VoIP), greina frá stefnumiðum stjórnvalda í fjarskiptum og varpa ljósi á hvaða leiðir aðrar Evrópuþjóðir hafa valið til að tryggja neytendum bestu þjónustu og kjör.

Fyrirlesarar verða Alan Van Gaever sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Daniel Voisard sérfræðingur hjá svissneska samgönguráðuneytinu, Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar og Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri HIVE.

Ráðstefnan er öllum opin.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pfs.is




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta