Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nemendur í 10. bekk sæki um skólavist í framhaldsskólum á netinu

Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að þeir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk nú í vor sæki um skólavist í framhaldsskólum á netinu.

Til skólastjóra grunnskóla með 10. bekk

Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að þeir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk nú í vor sæki um skólavist í framhaldsskólum á netinu. Nánari kynning á rafrænni innritun fylgir bréfi þessu. Framgangur verksins er háður liðveislu þeirra grunnskóla sem eru með 10. bekk a.m.k. á eftirfarandi hátt:

  1. Skólaeinkunnir grunnskóla sem og samræmdar einkunnir munu flytjast rafrænt með umsóknum nemenda til viðkomandi framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið hefur falið fyrirtækinu Mentor ehf að annast flutning skólaeinkunna til Skýrr hf þar sem þær verða vistaðar.
  2. Breytinguna þarf að kynna 10. bekkingum. Nota má meðfylgjandi kynningu til þess (hún verður einnig send sem tölvuviðhengi) og einnig mun ráðuneytið senda skólunum kynningarefni til dreifingar meðal nemenda.
  3. Nemendur fá lykilorð til að geta tengst innritunarkerfinu persónulega. Lykilorð nemenda verða send skólunum í lokuðum umslögum til dreifingar. Líklegt er að skólarnir verði beðnir um að aðstoða þá nemendur sem kunna að glata lykilorðum. Stefnt er að því að senda lykilorðin til skólanna um miðjan maí.
  4. Nemendur þurfa að eiga vísan aðgang að nettengdum tölvum í skólunum til að geta gengið frá umsóknum þar óski þeir þess.
  5. Æskilegt er að rafræn innritun verði nýtt sem tækifæri til ráðgjafar og umræðu við nemendur um val á framhaldsnámi.

Menntamálaráðuneytið væntir góðs samstarfs við grunnskólana um þessa nýjung sem á að bæta þjónustuna við nemendur. Athugasemdir, spurningar og ábendingar eru vel þegnar. Tengiliðir í ráðuneytinu eru:

Þórir Ólafsson – [email protected] og

Jens Pétur Hjaltested – [email protected]



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta