Mikil uppbygging í öldrunarmálum á Akureyri
Fyrsta skóflustungan að glæsilegri nýbygginu við Öldrunarstofnun Akureyrarbæjar, Hlíð, var tekin á Akureyri í gær að viðstöddu fjölmenni. Í byggingunni verður hjúkrunarheimili með 60 einstaklingsherbergjum, eldhús, matsalur og búningsaðstaða fyrir starfsmenn. Verkinu á að vera fulllokið 15. september 2006. Fyrirtækið Trétak átti lægsta tilboð í verkið og sér um bygginguna. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem undirritaði samninga um verkið fyrir hönd ráðuneytisins vakti athygli á að til verksins væri veitt stærsta einstaka framlagi sem komið hefði úr Framkvæmdasjóði aldraðra.