Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nám í nútíð og framtíð - Pælt í PISA - 07.- 08.10.2005

9. málþing RKHÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun 7.-8. október 2005.

9. málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun

Dagana 7.-8. október 2005 verður haldið 9. málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun. Yfirskrift málþingsins í ár verður: Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISA. Á málþinginu munu erlendir og íslenskir fyrirlesarar m.a. skoða aðferðir og niðurstöður PISA 2003 í ýmsu ljósi. Annað meginþema málþingsins tengist læsi á öllum skólastigum.

Málþingið er öllum opið, en markhópurinn er einkum, kennarar, kennaranemar, foreldrar, stjórnendur og aðrir þeir sem áhuga hafa á skólamálum, uppeldi, þjálfun, frístundastarfi og samstarfi heimila og skóla.

Skráning hefst 20. ágúst.

Á málþinginu gefst einnig kostur á að kynna þróunar- nýbreytni- og rannsóknarverkefni á fyrrnefndum sviðum, sem unnin hafa verið nýlega, eða eru í vinnslu. Kynning getur verið í formi 20 mínútna erindis eða með veggspjöldum. Ekki er nauðsynlegt að verkefni sem kynnt verða tengist yfirskrift málþingsins sérstaklega.

Óskir sendist til RKHÍ á netfangið: [email protected]frá 15. til 31. ágúst. Vinsamlegast athugið að skilafrestur verður ekki framlengdur. Nauðsynlegt getur orðið að takmarka fjölda þeirra verkefna sem kynnt verða.

Þátttaka á Málþingi RKHÍ kostar 2.500 krónur, jafnt fyrir þau sem óska eftir að kynna verkefni og aðra gesti þingsins.

Dagskrá aðalfyrirlestraer að finna á heimasíðu málþingsins, http://malthing.khi.is
Þar verður einnig að finna nánari upplýsingar um skráningu fyrir gesti og fyrirlesara, þegar nær dregur.


Samráðsaðilar Kennaraháskóla Íslands um Málþing RKHÍ 2005 eru:
Félag grunnskólakennara, Félag íslenskra framhaldsskóla, Félag leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Grunnur; samtök skólaskrifstofa, Heimili og skóli; landssamtök foreldra, Leikskólar Reykjavíkur, Menntamálaráðuneyti, Skólastjórafélag Íslands og Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum