Skýrsla um störf Íslands á vettvangi WHO
Lögð hefur verið fram á Alþingi skýrsla Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um starf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Í skýrslunni er farið yfir helstu mál sem rædd voru á því starfsári samtakanna síðan síðast var haldið alþjóðaheilbrigðisþing, greint er frá starfi Íslands á vettvangi WHO og formennsku fulltrúa Íslands í framkvæmdastjórn samtakanna, en Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, var kosinn formaður framkvæmdastjórnar WHO á síðasta þingi samtakanna.
Sjá nánar á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/131/s/1155.html