Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis - auglýsing nr. 3/2005
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins. Eru þeir óbreyttir frá síðustu ákvörðun og eru sem hér segir:
Almennir dagpeningar: | Gisting | Annað | Smt. | |
London, New York borg, Washington DC og Tókíó | SDR |
145 |
110 |
255 |
Annars staðar | SDR |
110 |
100 |
210 |
Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa: | ||||
London, New York borg, Washington DC og Tókíó | SDR |
93 |
70 |
163 |
Annars staðar | SDR |
70 |
64 |
134 |
Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. júní 2005. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 3/2004 dagsett 26. maí 2004.
Ennfremur er vakin athygli á umburðarbréfi nefndarinnar, þar sem nánar er kveðið á um tilhögun greiðslu dagpeninga til ríkisstarfsmanna. Umburðarbréfið ásamt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er að finna á vefsíðu fjármálaráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi: http://fjarmalaraduneyti.is/ferdakostn.html.
Reykjavík, 25. maí 2005
Ferðakostnaðarnefnd