Hoppa yfir valmynd
3. maí 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálaráðherra OECD

Fréttatilkynning 6/2005. Slegið á létta strengi á fjármálaráðherrafundi OECD, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Tom Parlon varafjármálaráðherra Írlands.
Slegið á létta strengi á fjármálaráðherrafundi OECD, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Tom Parlon varafjármálaráðherra Írlands.

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 6/2005

Dagana 3.-4. maí er haldinn í París árlegur ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, OECD. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, situr fundinn fyrir Íslands hönd.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. þróun og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum og um hvernig virkja mætti hnattvæðinguna í þágu íbúa landanna. Horfur eru á að alþjóðlegur hagvöxtur aukist á ný eftir hægari vöxt í fyrra, m.a. vegna hærra olíuverðs. Hagvöxtur hefur haldist mikill í Bandaríkjunum og Asíu, en minni í Evrópu og Japan. Þessi mismunur bendir til þess að enn sé þörf á skipulagsbreytingum í Evrópu. Geir H. Haarde ræddi m.a. um góða reynslu af skipulagsbreytingum í ýmsum smærri ríkjum Evrópu, þ.á.m. Íslandi. Hann taldi að sú reynsla gæti verið öðrum Evrópuríkjum hvatning til að takast á við uppsafnaðan vanda.

Einnig var fjallað um nauðsyn þess að auka fjárfestingu í orkuframleiðslu til að tryggja næga hreina orku í heiminum. Geir lagði áherslu á nauðsyn þess við núverandi aðstæður að fjárfesta í rannsóknum og þróun á öðrum orkugjöfum. Nefndi hann m.a. reynslu Íslendinga af endurnýjanlegum orkugjöfum, tilraunir með vetni og leit að orku með djúpborun.

Í tengslum við ráðherrafundinn var haldin árleg ráðstefna, OECD Forum, um ýmis málefni á vettvangi alþjóðaefnahags- og fjármála. Á fundi ráðherranna verður einnig rætt um málefni þróunarlanda, alþjóðaviðskiptaviðræður á vettvangi WTO og umbætur í starfi OECD.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra (gsm 862 0028) og Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu (gsm 862 0017).

Mynd með fréttatilkynningu 6/2005. Slegið á létta strengi á fjármálaráðherrafundi OECD, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Tom Parlon varafjármálaráðherra Írlands.

Slegið á létta strengi á fjármálaráðherrafundi OECD, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Tom Parlon varafjármálaráðherra Írlands.

Fjármálaráðuneytinu, 3. maí 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum