Hoppa yfir valmynd
3. maí 2005 Matvælaráðuneytið

Undirritun samkomulags um sameiginlegt þróunarverkefni varðandi upplýsingaverkefni í þjónustu við fatlaða.

Mynd : Undirritun samkomulags
Undirritun samkomulags

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 11/2005

Fréttatilkynning

Undirritun samkomulags um sameiginlegt þróunarverkefni varðandi upplýsingaverkefni í þjónustu við fatlaða.


Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirrituðu í gær á Hvammstanga samkomulag um sameiginlegt þróunarverkefni varðandi upplýsingaverkefni í þjónustu við fatlaða, sem halda mun utan um alla sértæka félagsþjónustu á landinu. Í samræmi við samkomulagið munu iðnaðarráðuneyti og félagsmálaráðuneyti sameiginlega fjármagna verkefnið.


Samkomulagið tengist byggðaáætlun 2002-2005 þar sem m.a. er lögð áhersla á eflingu fjarvinnslu hjá hinu opinbera. Fjölmörg störf í þekkingarsamfélagi nútímans eru þess eðlis að unnt er að sinna þeim hvar sem er á landinu og án tillits til hvar notendur þjónustunnar eru búsettir. Samkomulagið styður því markmið byggðaáætlunarinnar að á landsbyggðinni verði unnt að stunda þróunarstarfsemi í upplýsingatækni og að þar séu einnig skapaðir möguleikar að reka þjónustustarfsemi sem ekki eingöngu er staðbundin heldur nái til landsins alls. Með því móti er stutt við uppbyggingu þekkingar á staðnum og lagður grunnur að nýrri atvinnuþróun.



Með tilkomu hins nýja upplýsingakerfis mun öll málaafgreiðsla verða skilvirkari og skila þjónustuþegum betra og einfaldara þjónustuviðmóti. Einnig er upplýsingakerfinu ætlað að styðja alla stjórnun þjónustunnar og hvetja til skilvirkari þjónustu og aukinna gæða hennar. Hið nýja upplýsingakerfi getur þannig orðið afar þýðingarmikið fyrir þjónustu við fatlaða og aðra sértæka félagsþjónustu.


Reykjavík 3. maí 2005.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum