Nýjung á vef átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Á vef átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur verið sett upp sérstök síða með leiðbeiningum og gögnum fyrir fulltrúa í samstarfsnefndum um sameiningu sveitarfélaga, en sem kunnugt er munu íbúar 66 sveitarfélaga fá tækifæri til að greiða atkvæði um sameiningu þann 8. október næstkomandi. Á síðunni má finna ýmis gögn og skjöl sem geta gagnast samstarfsnefndum um sameiningu sveitarfélaga. Sérstök athygli er vakin á svokölluðum Vegvísi, sem inniheldur grunnleiðbeiningar. Auk þess er að finna ýmsar fyrirmyndir og dæmi frá afstöðnum sameiningum, ásamt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram sem hluti af verkefninu um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Vonir standa til þess að þessi síða verði lifandi, því er óskað eftir ábendingum um það sem betur mætti fara og efni sem hugsanlega vantar á síðuna.
Leiðbeiningar og gögn fyrir fulltrúa í samstarfsnefndum um sameiningu sveitarfélaga