Hoppa yfir valmynd
6. maí 2005 Innviðaráðuneytið

Erlent samstarf um upplýsingatækni

Norræna ráðherranefndin

Norrænt samstarf um upplýsingtækni á að stuðla að því að auka þekkingu um þýðingu upplýsingatækninnar á Nrðurlöndum og efla stefnumótun á þessu sviði. Samstarf er haft við grannsvæði Norðurlanda, til dæmis samstarfsaðila við Eystrasalt og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Modinis samstarfið

Hlutverk þess er að fylgjast með því hvernig gengur að hrinda markmiðum eEurope í framkvæmd. Því er meðal annars ætlað að kortleggja það sem gert er á sviði eEurope í hverju aðildarríki, stuðla að bættu samstarfi og breiða út það sem vel er gert í hverjum málaflokki. Íslendingar hafa verið þátttakendur í Modinis frá upphafi.

eEurope

Greinargerð um upplýsingatæknisamvinnu á vegum ESB   

Greinargerðin var unnin af Rannsóknaþjónustu Háskólans að beiðni Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið. Í henni er að finna stutt yfirlit yfir helstu áætlanir Evrópusambandsins sem tengjast upplýsingatækni og innleiðingu hennar. Tilgangur greinargerðarinnar er að veita yfirlit yfir áætlanir, árangur og helstu hagsmuni íslenskra aðila, auk þess að rekja hvernig þjónustu við þessar áætlanir er hagað og reifa hvaða kostir eru raunhæfir varðandi þjónustu og hvaða væntingar eru raunhæfar varðandi árangur af þátttöku Íslands.

          (kom út árið 2005)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta