Afhending trúnaðarbréfs
Tómas Ingi Olrich, sendiherra, afhenti þann 5. maí biskupnum af Urgell, hr. Joan Enric Vives Sicilia, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Andorra með aðsetur í París. Sendiherra hafði þann 11. janúar síðastliðinn, afhent Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt en Frakklandsforseti og biskupinn af Urgell gegna saman stöðu þjóðhöfðingja í Andorra.
Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með biskupnum og ræddu þeir góð samskipti ríkjanna. Þá fundaði sendiherra einnig með utanríkisráðherra landsins, hr. Juli Minoves, sem og háttsettum embættismönnum ráðuneytisins.