Hoppa yfir valmynd
9. maí 2005 Innviðaráðuneytið

Kröfum vélstjóra hafnað

Ráðuneytinu hefur borist niðurstaða Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Vélstjórafélags Íslands þess efnis að samgönguráðherra hafi skort heimild til að heimila niðurfærslu á skráðu afli aðalvéla í íslenskum skipum.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð ráðuneytisins nr. 610/2003, um eftirlit og skráningu skipa, hafi fullnægjandi lagastoð. Tekur umboðsmaður undir röksemdir ráðuneytisins þess efnis að reglugerðin eigi sér næga stoð í 13. gr. laga nr. 113/1984 og ákvæðum laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, sbr. eldri lög nr. 35/1993.

Telur umboðsmaður ekki ástæðu til frekari athugunar á málinu.

Bréf Umboðsmanns Alþingis má nálgast hér (PDF-232KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta