Frá sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál
Alþingi, 11. maí 2005
Stjórnarskrárnefnd,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg,
150 Reykjavík.
Sérnefnd um stjórnarskrármál hefur haft meðfylgjandi frumvörp til stjórnarskipunarlaga og tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á stjórnarskránni til meðferðar á 131. löggjafarþingi. Málin eru sem hér segir:
1. Mál 37 - stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)
2. Mál 50 - stjórnarskipunarlög (afnám embættis forseta Íslands)
3. Mál 177 - stjórnarskipunarlög (þingseta ráðherra)
4. Mál 266 - stjórnarskipunarlög (landið eitt kjördæmi)
5. Mál 9 - breytingar á stjórnarskrá (endurskoðun)
Nefndin leyfir sér hér með að vekja athygli stjórnarskrárnefndar á þeim álitaefnum sem þingmálin fela í sér.
Þá leyfir nefndin sér jafnframt að vekja athygli stjórnarskrárnefndar á þeim álitaefnum sem eftirtalin tvö frumvörp fela í sér, en þau hafa ekki verið rædd á Alþingi og því ekki verið vísað til nefndarinnar:
6. Mál 426 - stjórnarskipunarlög (þjóðaratkvæðagreiðslur)
7. Mál 474 - stjórnarskipunarlög (samráð við Alþingi um stuðning við stríð)
F.h. formanns sérnefndar um stjórnarskrármál
________________________________________________
Sigrún Brynja Einarsdóttir
nefndarritari