Hoppa yfir valmynd
13. maí 2005 Innviðaráðuneytið

Leiðtogafundur um upplýsingasamfélagið - 2. fundur í Túnis 16. -18. nóvember 2005

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að halda tvo leiðtogafundi til að fylgja eftir markmiðum sem sett voru fram í Millenium Declaration. Markmiðið er að leita leiða til að brúa hinu stafrænu gjá milli þróaðra iðnríkja og þróunarlanda, skilgreina pólitísk markmið og leggja til hagnýtar leiðir til að aðstoða þróunarlönd við uppbyggingu á upplýsingatækni og þátttöku í upplýsingasamfélagi.

Fyrri leiðtogafundurinn var haldinn í Genf í desember 2003 og voru þar skilgreind ákveðin pólitísk markmið og aðgerðir í skjali sem heitir The Geneva Declaration of Principles and Plan of Action. Seinni leiðtogafundurinn verður haldinn í Túnis í nóvember 2005. Milli þessara tveggja funda stendur yfir stöðugur undirbúningur. Til að gefa öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þá var ákveðið að hafa þrjú þing, sem ganga undir nafninu Prepcom.

Að loknum leiðtogafundinum í Genf var gefin út skýrsla um fundinn:

Report of the World Summit of the Geneva Phase of the World Summit on the Information Society (PDF - 291Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta