Hoppa yfir valmynd
13. maí 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Netsími - ný tækifæri

Í tilefni af alþjóðlega fjarskiptadeginum þann 17. maí efnir Póst- og fjarskiptastofnun til ráðstefnunnar Netsími- ný tækifæri á Grandhóteli í Reykjavík kl. 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin.

Markmiðið er að kynna helstu nýjungar í símaþjónustu á Netinu (VoIP), greina frá stefnumiðum stjórnvalda í fjarskiptum og varpa ljósi á hvaða leiðir aðrar Evrópuþjóðir hafa valið til að tryggja neytendum bestu þjónustu og kjör.
Fyrirlesarar verða Alan Van Gaever sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Daniel Voisard sérfræðingur hjá svissneska samgönguráðuneytinu, Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar og Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri HIVE.

Dagskrá:

13.00 – 13.10
Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
13.10 – 13.40 Alain Van Gaever. Hvernig er leitast við að tryggja samkeppni, öryggi og gæði í netsímaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu? (The EU Regulatory Perspective on VoIP).
14.00 – 14.30 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samþjónusta og samruninn.
14.30 – 15.00 Kaffiveitingar og fyrirspurnir til fyrirlesara.
15.00– 15.20 Daniel Voisard. Breyttar forsendur í talsímaþjónustu. Svissneska leiðin í regluverki. (Evolution and convergence of new voice services - The Swiss telecom regulation).
15.30– 16.00 Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri HIVE. Að markaðssetja netsíma fyrir upplýsta og krefjandi neytendur. (Marketing VoIP services in a mature and demanding market).
16.00 – 17.00 Umræður og léttar veitingar.

Með ráðstefnunni er verið að skapa umræðugrundvöll og mynda tenglslanet fyrir fyrirtæki, sérfræðinga og stjórnvöld á sviði fjarskipta. Fengur er að því að heyra sjónarmið helstu sérfræðinga sem móta lög og reglur um netsímaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu, en íslensk fjarskiptalöggjöf tekur mið af tilskipunum ESB á þessu sviði. Ráðstefnan er öllum opin, en starfsmönnum fjarskiptafyrirtækja, embættismönnum og öðrum hagsmunaaðilum á fjarskiptamarkaði er sérstaklega boðið. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 510-1500 eða á netfangið [email protected]



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta