Ráðgjafanefnd Hafrannsóknastofnunarinnar
Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu
Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen hefur í dag sent Hafrannsóknastofnuninni erindisbréf um störf ráðgjafarnefndar stofnunarinnar. Í nefndinni sitja:
- Árni Bjarnason, skipstjóri
- Åsmund Bjordal, forskningsdirektör, veiðarfærafr./fiskifræði Havforkningsinstituttet, Bergen
- Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri
- Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslumaður
- Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur
- Michael Sinclair, sjávarlíffræði/fiskifræði, Science Regional Director Bedford Institute of Oceanography, Dartmouth
- Sigrún Jónasdóttir, sjávarlíffræðingur, Danmarks Fiskeriundersøgelse, Kaupmannahöfn
- Sigurður Snorrason, líffræðingur, dósent HÍ, forstm. Líffræðistofnunar HÍ
- Ólafur Jens Daðason, skipstjóri
Nefndin er stjórn Hafrannsóknastofnunarinnar og forstjóra hennar til ráðuneytis jafnframt því að vera tengiliður stofnunarinnar við sjávarútveginn og við innlenda og erlenda fagaðila.
Meginverkefni nefndarinnar er að fjalla um helstu þætti í starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar og fyrirhugaðar áherslur. Er þar einkum átt við rannsóknaverkefni stofnunarinnar og skipulagningu og áform í rannsóknum á vegum hennar.
Nefndin getur gert tillögur til forstjóra og stjórnar Hafrannsóknastofnunarinnar um þau mál sem hún fjallar um. Ráðgjafarnefndin kýs sér formann sem hefur rétt til setu á fundum stjórnar Hafrannsóknastofnunarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Nefndinni er gert koma saman a.m.k. einu sinni á ári en oftar ef ástæða er til.
Sjávarútvegsráðuneytið 17. maí, 2005