Hoppa yfir valmynd
19. maí 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Árangursmarkmið Póst- og fjarskiptastofnunar og samgönguráðuneytis

Á Alþjóðafjarskiptadeginum undirrituðu samgönguráðherra og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, árangursstjórnunarsamning.

Sturla Böðvarsson og Hrafnkell V. Gíslason undirrita árangursstjórnunarsamning
HPIM1902

Í samningnum koma fram sameiginleg meginmarkmið stofnunarinnar og ráðuneytisins og ákveðið samskiptaferli fest í sessi. Gagnkvæmar skyldur stofnunarinnar og ráðuneytisins eru settar fram, meðal annars þess efnis að stofnunin skuli skila ráðuneytinu langtímaáætlun, ársáætlun og ársskýrslu.

Í ársáætlun skal meðal annars gerð grein fyrir því hvaða markmiðum stefnt er að á árinu og í ársskýrslu skal koma fram samanburður á þeim markmiðum sem stefnt var að í upphafi árs og þeim árangri sem náðist á árinu.

Samninginn er hægt að nálgast hér (WORD - 47KB)

Eftirfarandi er hluti af samningnum sem greinir frá sameiginlegum markmiðum stofnunarinnar og ráðuneytisins.

1. SAMKEPPNI RÍKI Á MARKAÐI

  • Verð á fjarskiptaþjónustu sé eins og best gerist meðal nágrannaþjóða okkar.
  • Almenningi séu árlega birtar haldgóðar tölfræðilegar upplýsingar um þróun, samkeppni og verð á íslenskum fjarskiptamarkaði.
2. ÖRYGGI Í FJARSKIPTUM SÉ TRYGGT
  • Bæta öryggi Netsins þannig að almenningur geti á það treyst í viðskiptum og daglegu lífi.
  • Rekstraröryggi fjarskiptaneta, þ.m.t. útlandatenginga, sé skilgreint og virkt eftirlit með því að aðgengi að fjarskiptum sé ávallt a.m.k. jafn gott og skilgreindar lágmarkskröfur.

3. ALLIR LANDSMENN HAFI AÐGANG AÐ PÓST- og FJARSKIPTAÞJÓNUSTU

  • Að pósti sé dreift til allra landsmanna 5 daga vikunnar.
  • Alþjónusta sé aðgengileg öllum landsmönnum sem þess óska.
  • Að stuðla að því að langdræg stafræn farsímakerfi, til að þjóna landinu öllu og miðunum, verði byggð upp.
  • Að stuðla að því að háhraða farþjónusta verði byggð upp á Íslandi.
  • Að stuðla að því að fatlaðir geti nýtt sér fjarskipti í upplýsingasamfélaginu.
  • Unnið verði markvisst að samruna fjarskipta, upplýsingatækni og fjölmiðlunar.

Póst- og fjarskiptastofnun mun eftir bestu getu stuðla að framgangi stefnu stjórnvalda um að:

  • Öryggi vegfarenda verði bætt með því að farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1, helstu stofnvegum og helstu ferðamannastöðum árið 2006.
  • Allir landsmenn, sem þess óska, geti tengst háhraðaneti árið 2007. Menntastofnanir verði tengdar öflugu háhraðaneti.
  • Að stuðla að því að gagnvirkt stafrænt sjónvarp nái til 99.9% landsmanna árið 2007.
  • Samkeppnishæfni verði bætt og stuðlað að jöfnun verðs á fjarskiptaþjónustu um land allt þannig að öll almenn fjarskipti s.s. talsími, farsími, ISDN, ADSL, ATM og IP-þjónusta sé seld á sama verði um allt land.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta