Hoppa yfir valmynd
20. maí 2005 Matvælaráðuneytið

Nr. 4/2005 - Opinber heimsókn landbúnaðarráðherra til Noregs

 

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheim, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi, en Hörðaland er mikið landbúnaðarhérað og jafnframt kjördæmi norska ráðherrans.  Í  ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði, en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni nefnt “Landbruk +” til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum.  Megin markmið verkefnisins hefur verið að efla heimavinnslu afurða, bændamarkaði ásamt þróun og  vinnslu þjóðlegra sér-norskra landbúnaðarafurða.

 

Þriðjudaginn 24. maí munu ráðherrarnir funda um málefni landanna ásamt aðstoðarmönnum. Fundurinn á m.a. að fjalla um tvíhliða samninga milli Íslands og Noregs, samstarfið innan Norðurlandaráðs og þróun EES-samningsins.

 

Í för með Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra eru kona hans frú Margrét Hauksdóttir, Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður hans, Hákon Sigurgrímsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháksóla Íslands og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands.  

 

Í landbúnaðarráðuneytinu,

20. maí 2005

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum