Hoppa yfir valmynd
24. maí 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norrænn jafnréttisráðherrafundur

Norrænn jafnréttisráðherrafundur
Norrænn jafnréttisráðherrafundur

Þann 20. maí 2005 var haldinn í Kaupmannahöfn fundur jafnréttisráðherra á Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt ný samstarfsáætlun um jafnréttissamstarf á Norðurlöndunum tímabilið 2006–2010. Í samstarfsáætluninni er lögð áhersla á tvö meginatriði. Í fyrsta lagi er það verkefnið „kyn og ungt fólk“. Þar er lögð áhersla m.a. á lífsstíl stelpna og stráka, neysluvenjur, heilbrigði og félagsstarf. Varðandi seinna áhersluatriðið – „kyn og völd“ – mun verða fjallað um hverning hægt er að fjölga konum í stjórnunarstörfum, stjórnmálum og hvernig brjóta megi múra á kynskiptum vinnumarkaði. Á báðum sviðum verður unnið að verkefnum í samvinnu við önnur ráðherraráð. Auk þess er lögð áhersla á að samþætta sjónarmið minnihlutahópa í allt norrænt samstarf á sviði jafnréttismála.

Árni Magnússon lýsti ánægju sinni með áætlunina og fagnaði sérstaklega þeirri áherslu sem lögð er á þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni. Hann sagði að jafnrétti væri ekki eingöngu baráttumál kvenna heldur væri þátttaka karla lykilatriði.

Á fundinum var kynbundið nám- og starfsval sérstakt umræðuefni. Gerð var grein fyrir norrænni könnun um starfsval kynjanna. Ráðherrarnir voru sammála um nauðsyn þess að beina sjónum að kynjafræðslu á öllum skólastigum. Brýnt er að kennarar, námsráðgjafar og foreldrar hafi skilning á mikilvægi þess að breyta rótgrónum hugmyndum um menntun og starfsval ungs fólks.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta