Hoppa yfir valmynd
25. maí 2005 Forsætisráðuneytið

Mat á óbindandi tilboðum í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf.

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu bárust 14 óbindandi tilboð í hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum) þann 17. maí s.l. Eru tilboðin gerð á grundvelli útboðsgagna og eru ýmist gerð í allan hlut ríkisins í Símanum, eða minni hlut, og þá með myndun fjárfestahóps á síðara stigi að augnamiði. Að baki tilboðanna stóðu eftirfarandi 37 fjárfestar (í stafrófsröð):

1. Advent International (Bretlandi)

 

2. Fjárfestahópurinn Altia sem í eru:

- David Ross
- Capricorn Ventures BVI
- Sun Capital
- TDR Capital (Bretlandi)

 

3. Apollo Management V, L.P (Bandaríkjunum)

 

4.  Fjárfestahópur sem í eru:

- Atorka Group hf.
- Frosti Bergsson
- Jón Helgi Guðmundsson
- Jón Snorrason
- Sturla Snorrason (Íslandi)

 

5. Fjárfestahópur sem í eru:

- Burðarás hf.
- Kaupfélag Eyfirðinga svf.
- Ólafur Jóhann Ólafsson LLC
- Talsímafélagið ehf.
- Tryggingamiðstöðin hf. (Íslandi)

 

6. Fjárfestahópur sem í eru:

- Cinven Limited
- Straumur fjárfestingarbanki (Bretlandi og Íslandi)

 

7. Fjárfestahópur sem í eru:

- Exista ehf.
- Kaupþing Banki hf.
- Lífeyrissjóður verslunarmanna
- Lífeyrissjóður sjómanna
- Sameinaði lífeyrissjóðurinn
- Samvinnulífeyrissjóðurinn
- MP fjárfestingarbanki
- Skúli Þorvaldsson (Íslandi)

 

8. Fjárfestahópur sem í eru:

- Hellman og Friedman Europe Limited
- Warburg Pincus LLC
- D8 ehf. (Bretlandi, Bandaríkjunum og Íslandi)

 

9. Madison Dearborn Partners LLC (Bandaríkjunum)

 

10. Providence Equity Partners Ltd. (Bretlandi)

 

11. Fjárfestahópur sem í eru:

- Ripplewood
- MidOcean
- Íslandsbanki (Bandaríkjunum og Íslandi)

 

12. Summit Partners Ltd. (Bretlandi)

 

13. Telesonique S.A. (Sviss)

 

14. Thomas H. Lee Partners L.P. (Bandaríkjunum)

 

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, í samvinnu við fjármála- og ráðgjafafyrirtækið Morgan Stanley, hefur nú yfirfarið tilboðin. Við mat á þeim var meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýn varðandi rekstur Símans, starfsmannastefnu og þjónustu í þéttbýli og dreifbýli næstu fimm árin, svo og sjónarmiða bjóðenda hvað varðar markmið ríkisins með sölunni.

Að þessu mati loknu hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu, að tillögu Morgan Stanley, ákveðið að bjóða eftirfarandi fjárfestum og fjárfestahópum að afla sér frekari upplýsinga um Símann - í gegnum kynningar, heimsóknir og áreiðanleikakannanir - í því augnamiði að gera bindandi tilboð í Landssíma Íslands hf. í júlílok:

 

1.  Advent International

2.  Fjárfestahópurinn Altia sem í eru:

- David Ross
- Capricorn Ventures BVI
- Sun Capital
- TDR Capital

 

3.  Apollo Management V, L.P

 

4.  Fjárfestahópur sem í eru:

- Atorka Group hf.
- Frosti Bergsson
- Jón Helgi Guðmundsson
- Jón Snorrason
- Sturla Snorrason

 

5. Fjárfestahópur sem í eru:

- Burðarás hf.
- Kaupfélag Eyfirðinga svf.
- Ólafur Jóhann Ólafsson LLC
- Talsímafélagið ehf.
- Tryggingamiðstöðin hf.

 

6. Fjárfestahópur sem í eru:

- Cinven Limited
- Straumur fjárfestingarbanki

 

7. Fjárfestahópur sem í eru:

- Exista ehf.
- Kaupþing Banki hf.
- Lífeyrissjóður verslunarmanna
- Lífeyrissjóður sjómanna
- Sameinaði lífeyrissjóðurinn
- Samvinnulífeyrissjóðurinn
- MP fjárfestingarbanki
- Skúli Þorvaldsson

 

8. Fjárfestahópur sem í eru:

- Hellman og Friedman Europe Limited
- Warburg Pincus LLC
- D8 ehf.

 

9. Madison Dearborn Partners LLC

 

10. Providence Equity Partners Ltd.

 

11. Fjárfestahópur sem í eru:

- Ripplewood
- MidOcean
- Íslandsbanki

 

12. Thomas H. Lee Partners L.P.


Reykjavík, 25. maí 2005
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta