Auglýsing um styrki vegna miðlunar menningarefnis á landsbyggðinni
Samkvæmt samkomulagi menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis hefur verið ákveðið að veita styrki til verkefna sem nýta upplýsingatækni og Netið til að auka aðgengi almennings að menningararfi þjóðarinnar. Styrkir verða veittir til menningarstofnana eða annarra aðila sem standa fyrir skipulagðri menningarstarfsemi á landsbyggðinni.
Verkefni sem fela í sér einhverja af eftirtöldum þáttum eiga möguleika á styrk:
- Birting og miðlun upplýsinga, heimilda, fróðleiks og margmiðlunarefnis á Netinu
- Samstarf menningarstofnana í nýtingu upplýsingatækni til að auka aðgengi almennings að menningararfinum
- Tölvutæka skráningu upplýsinga og heimildasafna til birtingar á neti
Leitað er eftir hugmyndaríkum verkefnum sem tengjast tilteknum svæðum á landsbyggðinni eða tengjast menningarlífi þeirra á einhvern hátt. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir umsóknum og umsóknareyðublað er að finna á vefslóðinni menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal//nr/3165
Umsóknarfrestur er til 27. júní og umsóknum skal skilað til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.